PIN-númer
Mikilvægt er að velja PIN-númer vel og aldrei að deila þeim með öðrum.
Ef þig grunar að einhver hafi komist yfir upplýsingar um PIN-númerið þitt þá þarf að afturkalla rafrænu skilríkin strax. Þú skráir þig inn á Mínar síður Auðkennis, smellir á hnappinn Mín skilríki og velur að afturkalla viðeigandi skilríki. Einnig er hægt að afturkalla rafrænu skilríkin með fleiri leiðum.
Ef þú manst ekki PIN-númerið þitt þá getur þú fengið ný rafræn skilríki á næstu skráningarstöð.
Ef þú manst ekki PIN-númerið þitt þá þarftu að fá ný rafræn skilríki. Þú gætir nýtt þér sjálfskráningu í Auðkennisappið eða farið á næstu skráningarstöð.
Þegar þú velur PIN-númer:
Mikilvægt er að velja PIN-númer sem þér þykir gott að muna.
Mikilvægt er að PIN-númer sem þú velur fyrir rafrænu skilríkin séu aðeins notuð þar og hvergi annarsstaðar.
Ekki velja sama PIN-númer og þú notar í netbankanum þínum.
Ekki velja sama PIN-númer og þú notar til að aflæsa símann þinn.
Forðastu að velja talnaraðir eins 1234, 1111, 9876, 4545 og 0000.
Aldrei skrá niður PIN-númerin þín.
Ekki velja PIN-númer sem eru augljós fyrir þig eins og hluta úr kennitölunni þinni eða einhvers úr fjölskyldunni.
Ekki deila PIN-númerum með neinum öðrum, ekki einu sinni fjölskyldumeðlinum.
Athugaðu!
Auðkenni geymir ekki PIN-númerin þín svo ef þú gleymir þeim þá þarf að útbúa ný rafræn skilríki.
Fjöldi tölustafa í PIN-númerum er misjafn eftir tegundum rafrænna skilríkja:
Auðkennisappið
Innskráning: 4-12 tölustafir
Undirritun: 5-12 tölustafir
SIM-kort
4-8 tölustafir
Auðkenniskort
Innskráning: 4 tölustafir
Undirritun: 6 tölustafir