Auðkennisappið er auðveld, þægileg og örugg leið til að auðkenna sig á vefnum og framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir.
Appið, sem er gjaldfrjálst, er hægt að nota hvar sem er í heiminum óháð símafélögum bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum.
Þú sækir Auðkennisappið í App Store eða Google Play.
Ferð á skráningastöð þar sem þú vottar þig með ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini og færð ný rafræn skilríki virkjuð í appið.
Eftir að aðgangur hefur verið stofnaður getur þú notað Auðkennisappið hjá þeim þjónustuveitendum sem styðja það. Listi yfir þjónustuveitendur
Það er mjög einfalt að sækja Auðkennisappið í snjallsímann eða snjalltækið og skrá sig í kerfið.
Notkun appsins er mjög auðveld, þægileg og jafnframt örugg.