Auðkennisappið

Sækir appið
þú getur sótt það hér:
App Store - Google Play
Skráir aðgang
með rafrænum skilríkjum eða á skráningastöð. Nánar
Nýtur þægindanna
notar appið hjá þeim aðilum sem styðja það. Nánar

Nú getur þú virkjað rafrænu skilríkin þín hvar sem er í heiminum!

Auðkennisappið er auðveld, þægileg og örugg leið til að auðkenna sig á vefnum og framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir.
Appið er gjaldfrjálst og hægt að nota hvar sem er í heiminum, óháð símafélögum bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum.

Í nýjustu útgáfu Auðkennisappsins er hægt að virkja rafræn skilríki með sjálfafgreiðslu - hvar sem er í heiminum!

Sjálfsafgreiðslan er framkvæmd með lífkennaupplýsingum og þarf viðkomandi að:

  • Hafa náð 18 ára aldri
  • Hafa afnot að snjalltæki með NFC stuðningi
  • Hafa gilt íslenskt vegabréf
Þú sækir Auðkennisappið í App Store eða Google Play og virkjar rafræn skilríki með lífkennum á símanum þínum eða snjalltækinu.
Nánari upplýsingar um lífkenni

Eftir að aðgangur hefur verið stofnaður getur þú notað Auðkennisappið hjá þeim þjónustuveitendum sem styðja það.
Skoðaðu lista yfir þjónustuveitendur

Svona virkar Auðkennisappið!

Það er mjög einfalt að sækja Auðkennisappið í snjallsímann eða snjalltækið og skrá sig í kerfið.
Notkun appsins er mjög auðveld, þægileg og jafnframt örugg.

Nýttu þér þægindin og náðu í Auðkennisappið núna

Virkar bæði í Android og iPhone símum og kostar ekkert að sækja eða nota appið