Um Auðkennisappið
Nettenging er það eina sem þú þarft þegar þú ert með rafræn skilríki í Auðkennisappinu. Þú þarft því ekki lengur að treysta á símasamband til að auðkenna þig og undirrita á vefnum.

Sæktu Auðkennisappið
Það er aðgengilegt í App Store og Google Play. Þegar appið er komið í símann þinn þá er hægt að útbúa rafræn skilríki í það, bæði með sjálfskráningu eða á næstu skráningarstöð.
Svona virkar tæknin í sjálfsafgreiðslunni:
Þegar þú virkjar rafræn skilríki í Auðkennisappinu með sjálfsafgreiðslu þá er notast við andlitsgreiningu. Myndavélin í símanum þínum skannar andlitið þitt og þar með lífkenni þín sem eru svo borin saman við vegabréfið þitt.