App

Auðkennisappið er ný kynslóð rafrænna skilríkja!

Auðkennisappið tekur við af hefðbundnum rafrænum skilríkjum á SIM-korti.

Netteng­ing er það eina sem þú þarft!

Þegar þú ert með rafræn skilríki í Auðkennisappinu þarft þú ekki lengur að treysta á símasamband til að auðkenna þig og undirrita á vefnum.

Náðu í rafræn skil­ríki með sjálf­skrán­ing­u, hvar sem þú ert í heim­inum!

Til þess að geta notað sjálfskráninguna þarftu að eiga íslenskt vegabréf í gildi, hafa afnot af síma eða snjalltæki með NFC stuðningi og hafa náð 18 ára aldri. Einnig er hægt að fá útgefin rafræn skilríki í Auðkennisappið á öllum skráningarstöðvum.

Sjáðu hversu einfalt er að nota sjálfskráninguna!

Þú getur líka fengið rafræn skil­ríki í Auðkenn­isappið á næstu skrán­ing­ar­stöð

Þá tekur þú með þér leyfð persónuskilríki og færð þar útgefin rafræn skilríki í Auðkennisappið. Til að flýta afgreiðslu er best ef þú sækir Auðkennisappið áður en þú mætir á staðinn.

Sjá staðsetningar

Svona notar þú Auðkennisappið

1

Veldu Auðkennisappið í innskráningarglugganum

á vef þjónustuveitanda

2

Sláðu inn kennitöluna þína

ekki símanúmerið

3

Taktu eftir upplýsingum til að staðfesta

annað hvort texti eða talnaröð

4

Auðkennisappið opnast

eða veldu appið svo það opnist

5

Staðfestu upplýsingar sem birtast

með því að slá inn PIN-1 númerið þitt

6

Þitt svæði hjá þjónustuveitanda opnast

mundu að skrá þig út þegar þú hefur lokið erindinu

Sæktu Auðkennisappið!

Fyrir Android í Google Play eða fyrir IOS í App Store

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345