Auðkennisappið er ný kynslóð rafrænna skilríkja!
Auðkennisappið tekur við af hefðbundnum rafrænum skilríkjum á SIM-korti.
Þú þarft ekki lengur að treysta á að vera í góðu símasambandi!
Þegar þú ert með rafræn skilríki í Auðkennisappinu þarft þú ekki lengur að treysta á símasamband til að auðkenna þig og undirrita á vefnum. Nettenging er það eina sem þú þarft!
Náðu í rafræn skilríki með sjálfsafgreiðslu, hvar sem þú ert í heiminum!
Til þess að geta notað sjálfsafgreiðsluna þarftu að eiga íslenskt vegabréf í gildi, hafa afnot af síma eða snjalltæki með NFC stuðningi og hafa náð 18 ára aldri.
Sjáðu hversu einfalt er að nota sjálfsafgreiðsluna
Svona virkar tæknin í sjálfsafgreiðslunni
Svona notar þú Auðkennisappið
1
Veldu Auðkennisappið í innskráningarglugganum
2
Sláðu inn kennitöluna þína
3
Taktu eftir upplýsingum til að staðfesta
4
Auðkennisappið opnast
5
Staðfestu upplýsingar sem birtast
6
Þitt svæði hjá þjónustuveitanda opnast
Sæktu Auðkennisappið!
Fyrir Android í Google Play eða fyrir IOS í App Store