Netöryggi
Viðbrögð við rafráni
Skráðir þú þig inn með rafrænum skilríkjum án þess að eiga upphafið að beiðninni? Ef svo er þá þarftu að bregðast við því með eftirfarandi aðgerðum:
Hafa tafarlaust samband við þjónustuveitanda t.d. fjármálafyrirtæki.
Tilkynna atvikið til lögreglu.
Tilkynna atvikið til Cert-IS.
Mikilvægar upplýsingar:
Auðkenni óskar ALDREI eftir auðkenningu eða undirritun nema að þinni beiðni.
Ef þú hefur fengið slík skilaboð án þess að eiga frumkvæðið þá skaltu hunsa þau.
Auðkenni notar aðeins landshöfuðlénið .is (ekki .com, .net eða nokkuð annað).
Mundu að þú átt alltaf að eiga upphafið að innskráningu og ALDREI slá inn PIN-númerið þitt ef þú ert ekki viss.
Notaðu alltaf rafrænu skilríkin á öruggan hátt
1. Lestu vel beiðnir um rafræna auðkenningu.
Athugaðu að upplýsingarnar sem koma í símann þinn séu í samræmi við upplýsingarnar sem þjónustuveitandi gefur upp á innskráningarsíðunni. Margir þjónustuveitendur nota tölur til samanburðar með texta. Skoðaðu vel frá hvaða aðila beiðnin kemur og í hvaða tilgangi.
2. Ekki samþykkja innskráningu sem þú kannast ekki við.
Þú ættir alltaf að eiga upphafið að innskráningunni með rafrænum skilríkjum. Ef innskráningarbeiðni sem þú kannast ekki við kemur í símann þinn þá skaltu ekki samþykkja beiðnina.
3. Hættu frekar við ef þú ert ekki viss.
Það er mjög mikilvægt að vera alveg viss áður en þú slærð inn PIN-númerið þitt. Ef þú ert í einhverjum vafa þá skaltu hætta við. Það er alltaf hægt að byrja aftur.
Viltu vita meira um netöryggi?