Um starfs­skil­ríki

Starfsskilríki eru fullgild rafræn skilríki sem lögaðili getur sótt um fyrir einstakling til að framkvæma rafrænar aðgerðir fyrir sína hönd.

  • Starfsskilríki henta t.d. til notkunar með bókhaldskerfum, í samskiptum við opinbera aðila, til innskráningar á vefsvæði og til undirritunar rafrænna skjala fyrir hönd viðkomandi lögaðila.

  • Útgáfa starfsskilríkja fer fram í samræmi við strangar öryggiskröfur í umsóknar-, framleiðslu- og afhendingarferlum.

  • Starfsskilríkin eru gefin út á einstaklinginn en eru með tengingu við lögaðilann. Á starfsskilríkin er skráð kennitala starfsmannsins, nafn hans eins og það er skráð hjá Þjóðskrá Íslands, kennitala og heiti lögaðila.

  • Líkt og með önnur rafræn skilríki hefur skilríkjahafinn sjálfur, þ.e. einstaklingurinn sem starfsskilríkin eru gefin út til handa, einn heimild til að nota þau.

  • Mikilvægt er að hafa í huga að skilríkjahafinn getur einnig notað starfsskilríki til persónulegra aðgerða t.d. við innskráningu í netbankann sinn.

Gildistími og verð

Þegar þú sækir um starfsskilríki velur þú gildistímann sem getur verið frá einu til fjögurra ára. Kostnaður fer eftir gildistíma, smelltu hér til að skoða gjaldskránna.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345