Undirbúningur fyrir umsókn innsiglis
Áður en fyllt er út umsókn um innsigli
Í umsóknarferlinu um innsigli þarf að tilgreina lögbæran fulltrúa en sá aðili verður að vera með prókúru á fyrirtækið, félagið stofunina eða umboð frá prókúruhafa. Hægt er að sækja rafrænt um umsókn um lögbæran fulltrúa.
Tæknilegan tengilið þarf að tilgreina í umsókninni en hann er sá aðili sem fær tilkynningar frá okkur varðandi skilríkin. Þessi aðili fær t.d. tilkynningu frá okkur 30 dögum áður en gildistími Innsiglisins rennur út.