Sjálfskráning
Sjálfskráningin er bæði einföld og þægileg en til þess þarftu að:
Eiga íslenskt vegabréf í gildi.
Hafa afnot af síma eða snjalltæki með NFC stuðningi.
Hafa náð 13 ára aldri. Athugið! Yngri en 18 ára þurfa undirritun forsjáraðila.
Horfðu á myndbandið til að læra hvernig þú útbýrð rafræn skilríki í Auðkennisappinu.
Svona virkar sjálfskráningin fyrir 13-17 ára
Fyrst þarf að smella á hnappinn Skráning með lífkennum
Svo þarf að smella á hnappinn 13-17 ára
Þá er ferið í gegnum sjálfskráningarferlið og PIN-númer valin
Að því loknu þarf að senda hlekk á forsjáraðila um undirritun.
Forsjáraðili hefur 60 mínútur til að undirrita umsóknina rafrænt.
Þegar undirritun er lokið getur ólögráða einstaklingurinn klárað útgáfu skilríkja í sínu snjalltæki.
Ef sjálfskráningin hentar þér ekki þá getur þú mætt á skráningarstöð og fengið útgefin rafræn skilríki í Auðkennisappið.