Tegundir rafrænna skil­ríkja

Auðkenni býður einstaklingum upp á tvær megintegundir rafrænna skilríkja:

Rafræn skilríki á SIM-korti, sem tengjast íslensku símanúmeri, hafa verið í boði í mörg ár og eru flestum kunn. Mæta þarf á skráningarstöð til að fá útgefin rafræn skilríki á SIM-kort.

Auðkennisappið kom hins vegar út árið 2021 og er ný kynslóð rafrænna skilríkja, appið tengist ekki símanúmeri en nettenging er nauðsynleg. Appið er í stöðugri þróun og nú geta þeir sem eiga íslenskt vegabréf virkjað það í sjálfsafgreiðslu, hvar og hvenær sem er.

Tegundirnar tvær eru sambærilegar, en þó er munur á þeim. Eins og staðan er nú mælum við með að notendur eigi báðar tegundir, þar sem annað hvort síma- eða netkerfi getur verið óvirkt á tilteknum tíma eða svæði. Einnig gæti þjónustuveitandi aðeins boðið upp á innskráningu með annarri tegundinni.

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá helsta muninn á milli tegundanna:

Tafla sem sýnir muninn á tegundum rafrænna skilríkja

Eins og kom fram hefur komið er hægt að virkja Auðkennisappið með sjálfskráningu en rafræn skilríki á SIM-korti eru aðeins virkjuð á skráningarstöð. Á skráningarstöðvum er einnig hægt að fá útgefin rafræn skilríki á Auðkennisappið. Alltaf þarf að framvísa leyfðum persónuskilríkjum til að fá útgefin rafræn skilríki.

Rafræn skilríki á Auðkenniskorti

Einstaklingar geta einnig fengið útgefin rafræn skilríki á Auðkenniskorti sem er plastkort í sömu stærð og greiðslukort. Þessi kort bera árgjald og þurfa að tengjast PC-tölvum með kortalesara. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Auðkenniskort.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345