Um Auðkenn­isappið

Nettenging er það eina sem þú þarft þegar þú ert með rafræn skilríki í Auðkennisappinu. Þú þarft því ekki lengur að treysta á símasamband til að auðkenna þig og undirrita á vefnum

Sæktu Auðkennisappið.

Það er aðgengilegt í App Store og Google Play. Þegar appið er komið í símann þinn þá er hægt að útbúa rafræn skilríki í það, bæði með sjálfskráningu eða á næstu skráningarstöð.

Skilyrði til þess að geta virkjað rafræn skilríki með sjálfsafgreiðslu:

  • Eiga íslenskt vegabréf í gildi.

  • Hafa afnot að farsíma sem styður NFC.

  • Hafa náð 13 ára aldri. Yngri en 18 ára þurfa undirritun forsjáraðila.

Skilyrði til að fá útgefin rafræn skilríki í Auðkennisappið á skráningarstöð:

  • Vera með íslenska kennitölu.

  • Hafa afnot að farsíma eða snjalltæki.

  • Framvísa leyfðum persónuskilríkjum.

  • Yngri en 18 ára þurfa undirritun forsjáraðila.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345