Beiðni um aðlögun

Hægt er að senda inn umsókn um beiðni um aðlögun samkvæmt 7. gr. a laga nr. 85/2018, um jafna meðferð utan vinnumarkaðar*

Þegar umsókn er móttekin mun Auðkenni meta út frá efni beiðninnar hvort mögulegt sé að verða við henni með þeim hætti að umsóknaraðili geti sjálfur notað rafræn skilríki.

Athugið!
Þar sem Auðkenni er undir öllum kringumstæðum óheimilt að afhenda öðrum en skilríkjahafa sjálfum rafræn skilríki, er ekki hægt að samþykkja beiðnir þar sem óskað er eftir að annar en skilríkjahafi noti rafræn skilríki þess aðila.

Smelltu hér til að sækja um beiðni um aðlögun.

*Samkvæmt 7. gr. a laga nr. 85/2018, um jafna meðferð utan vinnumarkaðar skulu fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og opinberir aðilar gera nauðsynlegar og viðeigandi breytingar og lagfæringar, sé þeirra þörf í sérstöku tilviki, til að gera fötluðum einstaklingi kleift að nýta sér eða fá notið samfélagsins utan vinnumarkaðar til jafns við aðra, enda séu þær ráðstafanir ekki of íþyngjandi eða umfram það sem eðlilegt má teljast.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345