Um rafræn skilríki á Auðkenniskorti

Einstaklingar geta fengið útgefin rafræn skilríki á Auðkenniskorti sem er plastkort í sömu stærð og greiðslukort.

Til þess að nota Auðkenniskortið þarf sérstakan kortalesara sem tengist tölvunni með USB tengi. Kortalesari fæst hjá flestum bankaútibúum og hjá okkur í Auðkenni, Katrínartúni 4 á fyrtu hæð.

Einkaskilríki á Auðkenniskorti kosta 2.600 kr. og gildistími þeirra er eitt ár.


Athugaðu!

Auðkenniskortin henta því miður ekki fyrir tölvur frá Apple þar sem hugbúnaðurinn sem þarf að nota styður ekki Mac-umhverfið.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345