Leyfð persónuskilríki

Þegar þú sækir um rafræn skilríki á skráningarstöð þarftu að framvísa persónuskilríkjum sem eru í gildi.

Eftirtalin persónuskilríki eru samþykkt til vottunar einstaklinga:

  • Vegabréf frá öllum löndum.

  • Ökuskírteini frá Norðurlöndunum (Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi).

  • Nafnskírteini sem einnig eru ferðaskilríki*, gefin út innan Schengen og EES.

  • Íslensk nafnskírteini, gefin út frá 1. mars 2024 af Þjóðskrá Íslands.

Dæmi um tegundir leyfðra persónuskilríkja

Framangreind persónuskilríki þurfa ávallt að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Nafn þarf að vera það sama og hjá Þjóðskrá, ef kennitölu skilríkjahafa er ekki að finna á framvísuðum skilríkjum.

  • Fæðingardagur þarf að vera sá sami og hjá Þjóðskrá.

  • Mynd af skilríkjahafa þarf að vera skýr og greinileg.

  • Skilríkið þarf að vera í gildi þann dag sem sótt er um rafræn skilríki.

Til eru nokkrar mismunandi tegundir af íslenskum vegabréfum. Við tökum á móti þeim öllum nema neyðarvegabréfum.

  • Almenn vegabréf

  • Diplómatísk vegabréf

  • Þjónustuvegabréf

  • Vegabréf fyrir útlendinga

  • Ferðaskilríki fyrir flóttamenn

Athugið! Eftirfarandi persónuskilríki eru ekki samþykkt:

  • Stafræn skilríki

  • Plöstuð pappírsskírteini. Dæmi um það eru gömlu bleiku eða grænu ökuskírteinin og hvítu nafnskírteinin.

  • Neyðarvegabréf

  • Dvalarleyfi

  • Framlengd vegabréf

*Gefin út af erlendu stjórnvaldi samsvarandi Þjóðskrá Íslands. Ef ekki er hægt að staðfesta  nafnskírteinið  jafnframt ferðaskilríki þá er Auðkennni heimilt  hafna útgáfu rafrænu skilríkjanna. Sjá nánari upplýsingar í reglugerð 866/2017.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345