Afturköllun

Hægt er að afturkalla rafræn skilríki en eigandi þeirra er sá eini sem getur framkvæmt eða óskað eftir þeirri aðgerð og þarf þá að sýna fram á að vera sannarlega eigandi rafrænu skilríkjanna.

Þegar afturköllun hefur verið framkvæmd er ekki hægt að virkja skilríkin aftur og því þarf að sækja um ný rafræn skilríki.

Nokkrar leiðir eru mögulegar til þess að afturkalla rafrænu skilríkin:

  • Að skrá sig inn á mitt.audkenni.is með rafrænum skilríkjum. Á yfirlitssíðu er smellt á Mín skilríki, þá birtist yfirlit yfir virk skilríki og hægt að afturkalla þau.

  • Að hringja í þjónustuver Auðkennis í síma 530 000 og óska eftir afturköllun.

  • Að mæta í eigin persónu á skráningarstöð með gild persónuskilríki.

  • Rafræn skilríki í Auðkennisappi er hægt að afturkalla með því að velja „Eyða aðgangi“.

Ef símafélag lokar símanúmeri farsíma með virk rafræn skilríki á SIM-korti þá afturkallast rafrænu skilríkin.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345