Gildistími rafrænna skilríkja
Rafræn skilríki á SIM-korti og í Auðkennisappi gilda í fimm ár.
Tveimur vikum áður en rafrænu skilríkin þín renna út færðu send skilaboð frá okkur með upplýsingum um að nú þurfir þú að huga að því að fá þér ný rafræn skilríki.
Ekki er hægt að framlengja rafrænum skilríkjum og því er mikilvægt að fá ný til að koma í veg fyrir að þú missir tengingar við þín vefsvæði.
Þú getur valið á milli tveggja tegunda rafrænna skilríkja:
Á SIM-korti. Þú mætir á skráningarstöð með leyfð persónuskilríki.
Í Auðkennisappi. Möguleiki á sjálfsafgreiðslu eða mæta á skráningarstöð.
Ef hvorug þessara tegunda henta þér af einhverjum ástæðum þá getur þú sótt um rafræn skilríki á Auðkenniskorti.