Rafræn skilríki fyrir ólögráða

Ólögráða, einstaklingar undir 18 ára aldri, geta fengið rafræn skilríki ef forsjáraðili undirritar umsókn.

Tvær leiðir til undirritunar eru í boði:

A) Forsjáraðili undirritar rafrænt áður en ólögráða einstaklingur mætir á skráningarstöð.

B) Forsjáraðili og ólögráða einstaklingur mæta saman á skráningarstöð og undirrita umsókn.

Athugið! Báðir aðilar þurfa að framvísa leyfðum persónuskilríkjum á skráningarstöð.

Svona er ferlið þegar leið A er valin:

  1. Forsjáraðili fer inn á Mínar síður Auðkennis (mitt.audkenni.is), skráir sig inn með rafrænum skilríkjum.

  2. Smellir á hnappinn Sækja um skilríki fyrir ólögráða.

  3. Skráir kennitölu ólögráða einstaklings inn og smellir á hnappinn Skrá upplýsingar.

  4. Umsóknin er nú útbúin og forsjáraðili les yfir skjalið.

  5. Smellir á hnappinn Undirrita rafrænt. Hægt er að hala skjalinu niður með því að smella á táknið á valstikunni fyrir ofan skjalið.

  6. Nú þarf forsjáraðili að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum til að ganga úr skugga um að sama kennitala sé skráð á umsóknina. Athugið að skjalið er nú falið og læst þar til kemur að undirritun.

  7. Ef auðkenning er samþykkt er skjalið birt á ný og umsækjanda boðið að undirrita.

  8. Þegar undirritun er lokið birtast skilaboð um að nú hafi ólögráða einstaklingurinn 30 daga til að mæta á næstu skráningarstöð til að fá rafræn skilríki.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345