Notkun appsins
Svona skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum í Auðkennisappinu
Byrjaðu á því að velja Auðkennisappið í innskráningarglugganum hjá þjónustuveitanda.
Sláðu inn kennitöluna þína (ekki símanúmerið).
Öryggistala birtist á vef þjónustuveitanda, veittu þessari tölu athygli.
Auðkennisappið opnast.
Öryggistala birtist í Auðkennisappinu, gættu þess að þetta sé sama tala og þjónustuveitandi birti.
Staðfestu með því að slá inn PIN-1 númerið þitt.
Þá opnast þitt svæði á vef þjónustuveitanda.
Mundu að skrá þig út af vef þjónustuveitanda þegar þú hefur lokið erindinu.
Gott að vita:
Þú þarft að vera í sambandi við netið til að nota Auðkennisappið í gegnum wifi, 4G eða 5G.
Ef þú skiptir um síma eða snjalltæki þá þarftu að útbúa ný skilríki í Auðkennisappinu.
Þú átt alltaf að eiga upphafið að innskráningu, aldrei slá inn PIN-númerið þitt ef þú ert ekki viss.