Breyta PIN-númeri

Það er oftast hægt að breyta PIN-númeri á rafrænum skilríkjum á SIM-korti en til þess að breyta þarftu að muna núverandi PIN-númer.

Ef þú manst ekki PIN-númerið þá þarftu að mæta á næstu skráningarstöð og fá ný rafræn skilríki.

Svona breytir þú PIN-númeri á Android:

  1. Ferð í forrit og finnur SIM-tól/VIT og smellir á það

  2. Velur Auðkenni

  3. Velur Skilríkjaþjónusta

  4. Velur Breyta PIN-númeri

  5. Slærð inn núverandi PIN-númer og smellir á Í lagi

  6. Slærð inn nýtt PIN-númer og smellir á Send

  7. Slærð nýja PIN-númerið inn aftur og smellir á Í lagi

Svona breytir þú PIN-númeri á iPhone:

  1. Ferð í Settings og velur Mobile Data

  2. Velur SIM Application

  3. Velur Auðkenni

  4. Velur Skilríkjaþjónusta

  5. Velur Breyta PIN-númeri

  6. Slærð inn núverandi PIN-númer og smellir á Send

  7. Slærð inn nýtt PIN númer og smellir á Send

  8. Slærð nýja PIN númerið inn aftur og smellir á Send

Athugaðu að einhverjar tegundir SIM-korta bjóða ekki upp á þennan valmöguleika og þá þarftu að mæta á næstu skráningarstöð til þess að fá ný rafræn skilríki.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345