Breyta PIN-númeri
Það er oftast hægt að breyta PIN-númeri á rafrænum skilríkjum á SIM-korti en til þess að breyta þarftu að muna núverandi PIN-númer.
Ef þú manst ekki PIN-númerið þá þarftu að mæta á næstu skráningarstöð og fá ný rafræn skilríki.
Svona breytir þú PIN-númeri á Android:
Ferð í forrit og finnur SIM-tól/VIT og smellir á það
Velur Auðkenni
Velur Skilríkjaþjónusta
Velur Breyta PIN-númeri
Slærð inn núverandi PIN-númer og smellir á Í lagi
Slærð inn nýtt PIN-númer og smellir á Send
Slærð nýja PIN-númerið inn aftur og smellir á Í lagi
Svona breytir þú PIN-númeri á iPhone:
Ferð í Settings og velur Mobile Data
Velur SIM Application
Velur Auðkenni
Velur Skilríkjaþjónusta
Velur Breyta PIN-númeri
Slærð inn núverandi PIN-númer og smellir á Send
Slærð inn nýtt PIN númer og smellir á Send
Slærð nýja PIN númerið inn aftur og smellir á Send
Athugaðu að einhverjar tegundir SIM-korta bjóða ekki upp á þennan valmöguleika og þá þarftu að mæta á næstu skráningarstöð til þess að fá ný rafræn skilríki.