Auðkenni ehf. - Spurt & svarað

Hætta með appið

Aðgangur með Auðkennis appinu er bundinn því tæki sem appið er uppsett á. Hvert snjalltæki hefur aðgreindan aðgang. 

Færsla á SIM korti frá einu snjalltæki til annars hefur ekki áhrif á Auðkennis appið.

Aðgangurinn er öruggur, enginn getur óvart skráð sig inn á þinn aðgang í gegnum sitt tæki.

Það er hægt að hafa eins marga aðganga og hver kýs - einn fyrir hvert snjalltæki.

Þegar nýtt snjalltæki er tekið í notkun er einfalt að hala niður Auðkennis appinu og skrá nýjan aðgang.

Alltaf ætti að eyða Auðkennis apps aðgöngum sem eru ekki lengur í notkun. Það gerir gögnin þín öruggari.

Ef verið er að uppfæra eða skipta um snjalltæki, er best að eyða eldri aðgangi þegar búið er að stofna nýjan aðgang. Ef snjalltækið er týnt eða stolið skal eyða þeim aðgangi eins fljótt og auðið er.

Til eru nokkrar aðferðir til að eyða aðgangi:

Ef þú hefur enn stjórn á eldra tæki er hægt að eyða aðganginum með því að nota Auðkennis appið. Þetta er bæði auðveldasta og fljótlegasta leiðin.

Ef þú getur ekki notað Auðkennis appið til að eyða aðganginum er hægt að skrá sig inn á vefsíðuna mitt.audkenni.is og loka aðgangi þar.

Þú getur haft samband við þjónustuver Auðkennis til að fá aðstoð ef snjalltæki er týnt eða því stolið eða farið á næstu skráningarstöð til að loka aðgangi þegar ekki er völ á að nota rafrænar leiðir.

Þá þarft þú að eyða aðganginum sem það tæki hafði.

Þú getur skráð þig inn á mitt.audkenni.is og eytt aðganginum þar. Til þess þarf Auðkennis app aðgang á öðru snjalltæki eða rafræn skilríki á síma.

Hafðu samband við þjónustuver Auðkennis og óskaðu þess að aðganginum verði eytt.

Það eru þrjár aðalástæður fyrir að Auðkenni eyðir aðganginum sjálfvirkt:

PIN númer eru varanlega læst. Það gerist þegar búið er að slá PIN rangt inn of oft. 

Aðgangurinn rennur út á tíma, skilríkin gilda til fimm ára frá útgáfudegi áður en þarf að endurnýja aðganginn.

Afritun snjalltækis. Ef öryggiskerfi okkar hafa gilda ástæðu til að snjalltæki hafi verið afritað (klónað) mun það eyða aðganginum til að varna auðkennisþjófnaði

NB! Að eyða aðgöngum hefur ekki áhrif á færslusögu. Öll notkun með Auðkennis appi er skráð á kennitölu notandans.