Auðkenni ehf. - Spurt & svarað

Lífkenni (Vegabréf)

Nei, það er því miður ekki hægt.
Ef þú átt ökuskírteini (EKKI stafrænt) eða vegabréf frá öðru landi eða íslenskt nafnskírteini getur þú farið á afgreiðslustað og fengið rafræn skilríki í símann þinn. Sjá afgreiðslustaði og afgreiðslutíma Auðkennis hér.

Nei, það er því miður ekki hægt eins og er.

Öll íslensk vegabréf sem eru í gildi eru með örgjörva.

Ef þú getur t.d. notað símann til að borga með Apple Pay eða Google Pay þá er hann með NFC stuðningi.

Flestir nýlegir símar eru með NFC stuðning.
Ef þú ert með Android síma þá getur verið að þú þurfir að virkja á NFC stuðning í símanum þínum. 

Ef síminn þinn styður ekki við NFC (t.d. gamall sími) þá er ekki hægt að nota lífkenna skráningu. Athugaðu einnig hvort þú sért með nýjustu útgáfuna af Auðkennisappinu. 

  1. Ertu búin/n að ná 18 ára aldri?

  2. Ertu með íslenskt vegabréf?

  3. Styður síminn þinn við NFC?

  4. Er síminn í hulstri? Taktu hann úr hulstrinu.

  5. Er vegabréfið í hulstri? Taktu það úr hulstrinu.

  6. Prófaðu að endurræsa símann.

  7. Lokaðu öllum öðrum öppum.

    1. Það getur verið að þau séu að trufla NFC lestur.

  8. Fjarlægðu appið og settu það svo upp aftur.

  9. Er vegabréfið örugglega á flötu yfirborði þegar þú ert að skanna örgjafann?

  10. Mikilvægt er að síminn sé ekki hreyfðu þegar hann er að lesa örgjafann á vegabréfinu.

Hafðu samband við þjónustuverið okkar ef við getum aðstoðað.

Rafræn skilríki í Auðkennisappi eru tengd við íslenskar kennitölur. Íslensk vegabréf eru einu vegabréfin sem innihalda íslenska kennitölu og þess vegna einu vegabréfin sem hægt er að nota við virkjun í sjálfsafgreiðslu. 

Ef þú átt ökuskírteini (EKKI stafrænt) eða vegabréf frá öðru landi eða íslenskt nafnskírteini getur þú farið á afgreiðslustað og fengið rafræn skilríki í símann þinn. Sjá afgreiðslustaði og afgreiðslutíma Auðkennis hér.

PIN 1 er fyrir auðkenningar.
T.d. innskráningu í netbanka eða aðrar læstar vefsíður.

PIN 2 er fyrir rafrænar undirritanir.
T.d. fyrir millifærslur á nýjan aðila í netbanka eða til að undirrita rafræn skjöl.

  1. Ef þú átt önnur rafræn skilríki getur þú farið inn á mitt.audkenni.is og afturkallað skilríkin.

  1. Þú getur stofnað ný rafræn skilríki með auðkenningu lífkenna og afturkallað gömlu skilríkin.

  2. Þú getur farið á næsta afgreiðslustað til þess að afturkalla skilríkín þín. Ef þú gerir það þá þarftu að koma með löggild persónuskilríki (EKKI stafrænt ökuskírteini). 

Já, það eru engar takmarkanir á fjölda tækja. 

Önnur öpp í símanum þínum geta verið að trufla NFC skannann í símanum þínum - jafnvel öpp sem þú veist ekki af. Við mælum með því að loka öllum öppum þegar þú ert að framkvæma auðkenningu lífkenna í appinu okkar.

Annað ráð er að setja vegabréfið á flatt yfirborð eins og borð, í staðinn fyrir að halda á því.

NFC skannar geta venjulega fundið og lesið örgjafann í vegabréfinu þó að vegabréfið snúi öfugt eða á hvolfi. Ef skanninn á símanum þínum nær ekki að lesa örgjafann á vegabréfinu prufaðu þá að snúa vegabréfinu öfugt eða að opna það. Einnig getur verið gott að taka símann úr hulstri ef við á.

Ef vegabréfið þitt er í hulstri eða veski þá þarf að taka það úr því, áður en þú skannar.

Ekki flýta þér, gefðu NFC lesaranum nægan tíma til að lesa gögnin. Þú munt sjá stöðustiku fyrir skönnunarferlið þegar síminn þinn hefur náð að lesa örgjafann á vegabréfinu.

Ef skönnuninn virkar ekki í langan tíma þá getur verið að það sé hugbúnaðarvilla í skönnun á símanum þínum. Það er mjög sjaldgæft að örgjafinn á vegabréfinu þínu sé skemmdur, ef það er málið þá er þín eina lausn að sækja um nýtt vegabréf. 


  1. Ertu búin/n að ná 18 ára aldri?

  2. Ertu með íslenskt vegabréf?

  3. Styður síminn þinn við NFC?

  4. Er síminn í hulstri? Taktu hann úr hulstrinu.

  5. Er vegabréfið í hulstri? Taktu það úr hulstrinu.

  6. Prófaðu að endurræsa símann.

  7. Lokaðu öllum öðrum öppum. Það getur verið að þau séu að trufla NFC lestur.

  8. Fjarlægðu appið og settu það svo upp aftur.

  9. Er vegabréfið örugglega á flötu yfirborði þegar þú ert að skanna örgjafann?

  10. Mikilvægt er að síminn sé ekki hreyfðu þegar hann er að lesa örgjafann á vegabréfinu.

Hafðu samband við þjónustuverið okkar ef við getum aðstoðað.

Auðkenni getur veitt aðgang að sérstakri útgáfu af Auðkennisappinu fyrir þau sem óska eftir því. Þessi útgáfa er meðal annars ætluð til að prófa og æfa sjálfsafgreiðsluferlið með lífkenni fyrir þau sem sérstaklega þurfa á því að halda.

Til þess að fá aðgang að þessu appi þarf að:

1. Senda póst á app@audkenni.is

2. Í póstinum þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:
    a) Fullt nafn.
    b) Netfang sem notað er í App Store/Play Store.
    c) Tegund snjalltækisins sem mun verða notað til æfinga.


Einnig stendur þjónustuveitendum til boða að fá aðgang að þessari útgáfu Auðkennisappsins.