Auðkenni ehf. - Villuskilaboð

Skráningar

Þessi villa þýðir að sú kennitala sem slegin var inn finnst ekki í Þjóðskrá Íslands.
Farðu vel yfir að rétt kennitala hafi verið slegin inn og reyndu aftur.

Ef þú ert viss um að rétt kennitala hafi verið slegin inn skaltu hafa samband við Auðkenni.
Netfang: audkenni@audkenni.is
Sími: 530-0000.

Öryggiskröfur fyrir sjálfsafgreiðslu eru mjög strangar. Skráningarferlinu verður hætt um leið og ástæða er til að gruna hugsanleg öryggisbrot.


Villuskilaboð: Skjal læst

Ástæða: þú munt sjá þessi villuskilaboð þegar eitthvað hefur valdið því að sjálfsafgreiðslan mistókst. Í flestum tilfellum er ástæðan einföld eins og þú gast ekki skannað vegabréfið þitt með góðum árangri, andlistgreiningin mistókst, þú gerðir nokkur mistök þegar þú fylltir út skráningarformið eða ferlið tók of langan tíma (því það var gert hlé eða stöðvað) o.s.frv.

Afleiðing: til að vernda þig gegn mögulegum persónuþjófnaði verður skilríkinu þínu læst í ákveðinn tíma (t.d. í 24 klukkustundir). Þú munt geta prófað sjálfsafgreiðsluna aftur eftir það.

Mikilvægt að vita! Tímabundnum tímalásum verður beitt í takmarkaðan fjölda áður en læsingin verður varanleg.


Villuskilaboð: skráningu hætt

Ástæða: þú munt sjá þessi villuskilaboð þegar þú hefur gert nokkrar misheppnaðar tilraunir við sjálfsafgreiðslu og skilríkin sem þú notaðir hefur verið lokað varanlega.

Afleiðing: skráning með skilríkinu þínu hefur verið lokað varanlega fyrir notkun í sjálfsafgreiðslu. Skilríkið sjálft helst óbreytt og þú getur enn notað það eins og vanalega t.d. sem ferðaskilríki.

Mikilvægt að vita! Ekki er hægt að fjarlægja varanlega lokun, hvorki af þér né þjónustuveri okkar – þetta tiltekna skilríki hefur verið lokað fyrir sjálfafgreiðslu að eilífu.


Skilríkinu mínu var lokað, hvað á ég að gera?

Ef skilríkið þitt hefur verið varanlega lokað hefur þú nokkra möguleika.

Fyrst getur þú nýtt biðtímann til að tryggja það að þú náir árangri í næstu tilraun. Lestu ábendingarnar okkar fyrir sjálfsafgreiðslu.

Ef skilríkinu þínu hefur verið læst varanlega og þú þarft að skrá aðgang þarftu að nota aðra skráningarleið eins og að mæta á eina af skráningarstöðvum okkar.

Ekki gleyma því að þú getur enn haldið áfram að nota skilríkið þitt eins og vanalega, t.d. sem ferðaskilríki. Þessi læsing á aðeins við um að skilríkið sem er notað í sjálfsafgreiðslu og hefur ekki áhrif á skilríkin sjálf!