Auðkenni ehf. - Spurt & svarað

Skráning

Eftir að þú hefur sótt Auðkennisappið þarftu að stofna aðgang. Þú getur haft appið á eins mörgum tækjum og þú vilt en stofna þarf aðgang fyrir hvert tæki.

Eftirfarandi leiðir til að stofna aðgang eru í boði:

1. Skráning á skráningarstöð

2. Skráning með lífkenni (vegabréfi). Nauðsynlegt að eiga gilt íslenskt vegabréf, hafa náð 18 ára aldri og aðgengi að snjalltæki með NFC stuðningi.

Ekki er hægt að stofna aðgang að Auðkennisappinu með rafrænum skilríkjum. Í nýjustu útgáfu Auðkennisappsins er hægt að virkja rafræn skilríki með sjálfsafgreiðslu.

Hægt er að lesa nánari upplýsingar um það hér:

https://app.audkenni.is/lifkenni/

Allir sem hafa íslenska kennitölu geta notað appið. Aðilar sem hafa ekki íslenska kennitölu geta ekki notað appið.

Hver aðgangur að Auðkennisappinu er háður snjalltæki. Þú getur ekki haft sama aðganginn á mörgum snjalltækjum.

Þú getur hins vegar haft appið á eins mörgum snjalltækjum og þér sýnist, þú þarft bara að stofna nýjan aðgang á hverju og einu.

Eins ef þú eyðir appinu af snjalltæknu, þá þarftu að stofna nýjan aðgang.

PIN 1 er fyrir auðkenningar.
T.d. innskráningu í netbanka eða aðrar læstar vefsíður.

PIN 2 er fyrir rafrænar undirritanir.
T.d. fyrir millifærslur á nýjan aðila í netbanka eða til að undirrita rafræn skjöl.

Nei, aðeins einn getur haft Auðkennisapp aðgang á sínu tæki.

Gildistími skilríkja í appi eru 5 ár. Eftir þann tíma þarf að endurnýja þau.

Rafræn skilríki og rafrænar undirskriftir fylgja öryggisstöðlum og reglum og því þarf að vera viss um að rétt manneskja sé tengd við réttar persónuupplýsingar. Þegar þú notar rafræn skilríki (við að skrá þig inn, samþykkja, undirrita, o.s.frv.) þurfum við að vera viss um að manneksjan sem er að nota tækið og slær inn PIN númerið sé sú sama og hún segist vera.

Ef þú ákveður að þú viljir ekki endurnýja skilríkin þín munu þau renna út af sjálfu sér og verða óvirk. Til að nýta þau aftur þarf að skrá ný.

Já, það eru engin takmörk á hversu mörg tæki þú getur verið með. Þú þarft að setja upp Auðkennisappið og skrá aðgang á hverju tæki fyrir sig.