Auðkenni ehf. - Spurt & svarað

Hvernig virkar þetta?

Já, appið þarf að tengjast netinu með 3G, 4G eða WiFi til að virka.

Appið notar mjög lítið gagnamagn, að meðaltali 5kb á hverja færslu.
Það er í raun ekkert aldurstakmark.
Einstaklingar undir 18 ára aldri þurfa að fá forráðamann til að samþykkja notkunina.

Líklegast hefur þú ekki skráðan aðgang. Þú getur sótt Auðkennisappið í App Store eða Google Play og skráð þig með rafrænum skilríkjum eða farið á skráningastöð.
Skráningastöðvar eru í öllum bankaútibúum.

Ef þú telur að þú hafir þegar náð í appið og klárað skráningu hefur eitthvað farið úrskeiðis og þú þarft að skrá nýjan aðgang. 

Nei, ekki endilega. Ef appið hefur réttindi til að birta tilkynningar á skjánum þá kemur upp tilkynning og appið opnast svo sjálfkrafa. Ef verið er að nota appið í innskráningu og ekkert kemur upp á skjáinn gæti borgað sig að opna appið handvirkt.

Já, ef þú ert í sambandi við Internetið, 3G, 4G eða WiFi þá getur þú notað Auðkennisappið hvar sem er í heiminum.

Byrjaðu á að fullvissa þig um að síminn sé örugglega í netsambandi. Ef sending í símann hefur ekki tekist skaltu opna appið og kanna hvort einhverjar beiðnir séu í gangi.

Ef beiðnin kemst í gegn biður appið þig um að slá inn PIN, ef það er læst lætur appið þig vita af því.