Auðkenni ehf. - Spurt & svarað

Yngri en 18 ára

Börn hafa ekki heimild til að skrifa undir samninginn að baki Auðkennis appinu. Því þarf forráðamaður þeirra að gera það fyrir þeirra hönd. Til þess eru tvær leiðir:

  1. Forráðamaður og barn koma saman á skráningastöð og framvísa persónuskilríkjum (vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini útgefnu af Þjóðskrá Íslands).
  2. Forráðamaður notar sín rafrænu skilríki til að skrá sig inn á vefsíðu Auðkennis mitt.audkenni.is. Undirritar þar samninginn fyrir hönd barnsins. Barnið fer svo á skráningastöð og framvísar persónuskilríkjum (vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini frá Þjóðskrá.).

Appið sjálft er sótt í Google Playstore eða Apple Appstore.

Það er í raun ekkert aldurstakmark.
Einstaklingar undir 18 ára þurfa að fá forráðamann til að samþykkja notkunina.

Ef að forsjáraðili ætlar að skrifa undir á mitt.audkenni.is og slær inn kennitölu ólögráða geta komið upp skilaboð þar sem stendur "Forráðamaður er ekki skráður í þjóðskrá í sömu fjölskyldu og umsækjandi". Ef forsjáraðili er ekki með sama fjölskyldunúmer og ólögráða birtast þessi skilaboð.

Forsjáraðili þarf þá að mæta á skráningarstöð með ólögráða og sýna fram á forsjá með því að skrá sig inn á island.is og velja "Mínar upplýsingar". Þar sést hvaða börn viðkomandi er með forsjá yfir.