Auðkenni ehf. - Spurt & svarað

Skilaboð og viðvaranir

Það eru nokkrar mögulegar ástæður.

Antivirus hugbúnaður:

Ef þú ert að nota Android tæki gætirðu fengið villuboð vegna þess að þú ert með vírusvarnarforrit eins og Android AVG eða foreldraeftirlitsforritið Qustodio í tækinu sem kemur í veg fyrir örugga tengingu Auðkennisappsins. Prófaðu að gera hugbúnaðinn óvirkan og skráðu þig aftur til að sjá hvort það leysir vandamálið.

Engin farsímagögn:

Þú gætir líka fengið villuskilaboðin „tenging er ekki örugg“ ef þú ert að nota farsímanet og hefur klárað gagnamagnið. Athugaðu hvort þú getir ennþá notað internetið og ef ekki, annað hvort tengdu við Wi-Fi net eða hafðu samband við þitt farsímafélag til að fá meira gagnamagn.

Röng dagsetning og tími:

Er síminn þinn með ranga dagsetningu og/eða tíma? (T.d. ef þú hefur ferðast eða skipt um tímabelti,  eða þeim breytt handvirkt) Ef svo er skaltu breyta dagsetningu og tíma stillingum símans í „sjálfvirkt“ og reynda aftur!

Ef þú tekur eftir því að þú fær engar tilkynningar frá appinu, t.d. þegar þú ert að skrá þig inná netbanka, er fyrsta skref að opna appið, fara í valmynd og velja "Endursetja hnipp".

Ef það virðist ekki virka skaltu prófa að fara í App settings á tækinu, finna Auðkenni, velja "Tilkynningar" (Notifications) og athuga hvort að það sé nokkuð lokað á tilkynningar. 

Aðrar hugsanlegar skýringar gætu verið að tækið sé stillt á "Rafhlöðusparnað" (Battery saver), nettenging er slæm eða appin hafi verið lokað með "Þvinga lokun" (Force stop).

Vegna öryggis ástæðna er ekki hægt að nota appið á tækjum sem eru vásett (rooted). Þá birtast skilaboð sem segja:
"Tækið þitt er vásett (rooted). Tækið sem þú notar virðist vásett (rooted).
Athugaðu að vásetning getur valdið ýmsum öryggisbrestum og skemmdum á tækinu".

Til að leysa þennan vanda þarf að aftengja vásetninguna og setja tækið í upphaflegar stillingar til þess að geta notað appið.

Skilaboðin "Auðkenning ekki gild" birtist snemma í skráningarferlinu ef að rafrænu skilríkin á farsíma voru virkjuð með öðrum rafrænum skilríkjum á farsíma, eða ef að þau hafa verið endurnýjuð. Þá þarf að fara á næstu skráningarstöð og fá appið virkjað þar.

Þegar þú opnar appið og smellir á skjáinn þá gætir þú fengið skilaboðin „Engin aðgerð finnst“. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar þú opnar appið þá framkvæmir það beiðni til að sjá hvort þú sért í miðri auðkenningu eða undirritun. Appið er þá að athuga hvort einhver þjónusta bíði eftir staðfestingu þinni. Ef beiðni bíður, t.d. ef þú varst að skrá þig inn í netbankann þinn eða staðfesta millifærslu mun appið birta staðfestingarkóða og biðja þig um að slá inn PIN1 eða PIN2.

Ef engar virkar beiðnir eru í gangi þegar þú opnar appið eða smellir á skjáinn sjást skilaboðin „Engin aðgerð finnst“. Þetta eru einfaldlega skilaboð sem láta þig vita að engin rafræn þjónusta bíði eftir staðfestingu þinni á því augnabliki.

Appið biður þig um að staðfesta eða hafna auðkenningu ef að þú átt skráða fleiri en tvo aðganga í appinu. Þú getur skráð þig inná mitt.audkenni.is, valið "Mín skilríki" og séð þar hversu margir aðgangar eru skráðir á þig. Við mælum með að þú eyðir þeim aðgangi sem þú notar ekki.

Ef þú ert með Auðkennis appið og aðgang á mörgum tækjum muntu alltaf fá þessi skilaboð þegar þú reynir að auðkenna þig. Þá þarftu bara að staðfesta þig á því tæki sem þú er að nota hverju sinni.

  1. Hægt er að nota appið til að auðkenna sig og undirrita þó svo að tilkynningar birtist ekki að sjálfu sér. Það eina sem þarf að gera er að;
  2. Slá inn kennitöluna þína á innskráningarsvæði þess þjónustuaðila sem þú ert að skrá þig inn hjá.
  3. Opnar appið og ýtir einhverstaðar á skjáinn staðfestir tölurununa sem birtist hjá þjónustuveitenda og í appinu.
  4. Slærð inn PIN númer þitt.