Auðkennisappið er auðveld, þægileg og örugg leið til að auðkenna sig á vefnum og framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir.
Appið, sem er gjaldfrjálst, er hægt að nota hvar sem er í heiminum óháð símafélögum bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum.
Þú sækir Auðkennisappið í App Store eða Google Play og stofnar aðgang. Einungis er hægt að stofan aðgang ef þú ert nú þegar með rafræn skilrík á farsímanum (SIM). Fljótlega verður hægt fara á skráningastöðvar þar sem þú þarft að votta þig með ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini.
Eftir að aðgangur hefur verið stofnaður getur þú notað Auðkennisappið hjá þeim þjónustuveitendum sem styðja það. Í augnablikinu eru engir þjónustuveitendur búnir að innleiða lausnina en einhverjir eru væntanlegir.
Það er mjög einfalt að sækja Auðkennisappið í snjallsímann eða snjalltækið og skrá sig í kerfið.
Notkun appsins er mjög auðveld, þægileg og jafnframt örugg.