Auðkenni ehf. - Spurt & svarað

Öryggi

1. Ekki deila PIN-númerum með neinum!
Ekki leyfa neinum að vita PIN1 og PIN2 númerin þín, ekki einu sinni fjölskyldu eða vinum. Á meðan að þú ert eina manneskjan sem veit PIN-númerin þá getur enginn annar skráð sig inná þín svæði með auðkenningarskilríkinu eða undirritunarskilríkinu. Einnig ættiru aldrei að skrifa niður PIN-númerin þar sem einhver gæti fundið þau. Þegar þú ert að velja PIN-númer skaltu velja númer sem er auðvelt fyrir þig að mun en erfitt fyrir aðra að giska á. PIN1 getur verið 4-12 tölustafir og PIN2 getur verið 5-12 tölustafir. Augljóslega eru fleiri tölustafir öruggari en færri. Forðastu að velja augljósar tölur eins og hluta úr kennitölu þinni eða fólki sem er þér nátengt. Eins eru PIN-númer eins og 1234 og 0000 ekki góður kostur.

2. Aðeins stimpla inn PIN-númer þegar ÞÚ hófst auðkenningar ferli!
Aldrei stimpla inn PIN-númerið þitt ef það varst ekki þú sjálfur/sjálf/sjálft sem hófst auðkenningar ferli. Ef skilaboð birtast sem biðja þig um að slá inn PIN-númer en þú hófst ekki ferlið, skaltu hunsa beiðnina.

3. Vertu með skjálás á tækinu þínu!
Öll nútíma snjalltæki eru með skjálás. Þó svo að það sé auðvelt að sleppa því að vera með hann á, veitir það mun meira öryggi. Öruggast er að vera með PIN-númer (en ekki það sama og fyrir Auðkennis appið) eða fingraskanna.

4. Aðeins niðurhala forritum frá traustum veitendum
Ekki hala niður ólöglegum hugbúnaði og ekki ýta á hlekki sem lofa að veita þér ókeypis aðgang að annars dýrum viðbótum. Google Play og AppStore eru bestu staðirnir fyrir hugbúnaðaruppfærslur og ný forrit og flest þeirra eru annaðhvort ókeypis eða kosta mjög lítið. Gaktu úr skugga um að hugbúnaðurinn þinn sé löglegur til að verja þig gegn klónun og auðkennisþjófnaði.

5. Haltu forritunum þínum uppfærðum
Haltu hugbúnaði og forritum uppfærðum: Reglulegar uppfærslur á stýrikerfum og forritum hjálpa til við að tryggja að þú hafir alltaf bestu vörnina gegn öryggisáhættum. Besta leiðin til að tryggja að hugbúnaðurinn þin sé alltaf uppfærður er að leyfa sjálfvirkar uppfærslur!

6. Ekki kaupa snjalltæki á vafasömum stöðum!
Passaðu að kaupa snjalltækin þín frá löglegum seljendum eða fólki sem þú treystir og geta sýnt fram á að þau eru raunverulegir eigendur tækisins. Stolin tæki eru næm fyrir því að vera hökkuð, eru almennt óörugg og geta valdið vandamálum hjá öðrum forritum á tækinu.

7. Passaðu uppá tækið þitt!
Eina leiðin til að tryggja að enginn sé að niðurhala njósnabúnaði eða spillibúnaði í snjalltækið þitt er að passa að enginn hafi aðgang að því. Ef þú ert að deila tæki með t.d. fjölskyldumeðlimum, skal passa að hver hafi sinn eigin aðgang með skjálás. 

Þá þarft þú að eyða aðganginum sem það tæki hafði, hægt að að gera það með tvennum hætti:

Þú getur skráð þig inná mitt.audkenni.is og eytt aðganginum þar. Til þess þarf Auðkennis app aðgang á öðru snjalltæki eða rafræn skilríki í síma.

Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Auðkennis og óskað þess að aðganginum verði eytt.

Já - Rafræn skilríki í appi byggja á öruggustu tækni sem völ er á í dag og geyma þínar upplýsingar í mjög öruggum dulritunarbúnaði á örgjörvanum sem er á SIM- eða örgjörvakortinu þínu. Dulritunarbúnaðurinn er vottaður fyrir örugga varðveislu, upplýsingarnar eru geymdar á öruggann máta og PIN númerin sem þú velur sjálfur eru hvergi geymd.