Auðkenni ehf. - Spurt & svarað

Þá eru undirritunarskilríkin líklega lokuð. Það gerist ef PIN er slegið inn 5 sinnum rangt án þess að rétt sé slegið inn á milli. Í því tilviki er sent SMS í símanúmerið sem skilríkin eru á með skilaboðunum ,,PIN lokað". Það er hægt að staðfesta líka með að skrá sig með rafrænum skilríkjum inn á síðuna mitt.audkenni.is

Þá þarf að fara aftur á skráningastöð, láta afturkalla gömlu skilríkin og framleiða ný með sama hætti og upprunalegu skilríkin. 

Hvoru tveggja er til þess að miðla upplýsingum til skilríkjahafa. Almenna reglan er að venjuleg samskipti fara fram í gegnum tölvupóst en í þeim tilvikum þar sem upplýsingar þurfa að berast mjög hratt er notast við símanúmer.
  1. Opnaðu appið, veldu "Skráning" og auðkennisleiðina "Rafræn skilríki í síma"
  2. Upp kemur síðan Skráning með rafrænum skilríkjum, þar sem ýtt er á "Áfram"
  3. Næst kemur Staðfesting vegna auðkennisapps þar sem rætt er um upplýsingar um notkun persónuupplýsingar. Skrollaðu niður og ýttu á "Staðfesta"
  4. Sláðu inn netfang og ýttu á "Í lagi". Sláðu inn símanúmerið sem tengt er við rafrænu skilríkin á SIM og ýttu á "Áfram
  5. Appið biður þig um að staðfesta auðkenningu með rafrænu skilríkjunum á SIM. Þú auðkennir þig með PIN númeri og heldur áfram
  6. Því næst þarf að velja PIN númer. Hægt er að velja sér sín eigin PIN númer eða láta appið velja PIN af handahófi sem þarf að leggja á minnið. Þegar búið er að velja 4-12 tölustafa PIN1 (auðkenningar PIN) er ýtt á "Í lagi". Þar eftir þarf að velja 5-12 tölustafa PIN2 (undirritunar PIN) og ýtt á "Í lagi"
  7. Appið býr til lykla par sem getur tekið u.þ.b. 15 sekúndur og biður þig í kjölfarið að staðfesta persónuupplýsingar
  8. Næst þarf að undirrita umsókn um rafræn skilríki í Auðkennisappi. Fara þarf yfir upplýsingarnar sem fram koma og staðfesta með undirritun að þær séu réttar. Smellt er á "Undirrita með rafrænum skilríkjum í síma", undirritunarferlið er þá sent á rafrænu skilríkin á SIM sem eru síðan undirrituð
  9. Þegar búið er að undirrita þarf að staðfesta PIN1 og PIN2 sem voru valin fyrr í ferlinu. Í kjölfarið eru rafrænu skilríkin gefin út
  10. Í lokin þarf að staðfesta upplýsingarnar sem áður hafa verið gefin upp. Það eru upplýsingar um auðkenningarskilríkin og upplýsingar um undirritunarskilríkin

    Athugið að hægt er að hætta við eða fara til baka hvenær sem er í ferlinu allt fram að seinustu staðfestingu.

Það er í raun ekkert aldurstakmark.
Einstaklingar undir 18 ára aldri þurfa að fá forráðamann til að samþykkja notkunina.