Skil­ríkja­keðjur Auðkennis

Til þess að Búnaðarskilríki og Innsigli virki eðlilega þarf Islandsrot 2021 og milliskilríkið Fullgilt audkenni 2021 að vera uppsett í skilríkjageymslu tölvunnar.

Til að skoða skilríkjageymslu tölvunnar er notast við Microsoft Management Console (mmc).


Byrjaðu á því að smella á Windows takkann vinstra megin við bilslánna og skrifaðu mmc og smelltu á enter. MMC Console gluggi ætti þá að opnast.

  1. Veldu File

  2. Veldu Add/Remove Snap-in...

  3. Add or Remove Snap-ins gluggi opnast

  4. Veldu Certificates

  5. Veldu Add>

  6. Smelltu á OK hnappinn

  7. Smelltu á píluna við Certificate táknið og þá sjást möppurnar í skilríkjageymslunni

  8. Opna möppuna Personal>Certificates Finna skilríkið sem um ræðir og tvísmella á. Við það opnast gluggi skilríkisins.

  9. Opna flipa ,,Certification path". Þar ættu að sjást Rótarskilríkið Íslandsrót 2021, milliskilríkið Fullgilt Auðkenni 2021 og skilríki notanda þar undir.

  10. Í glugga fyrir neðan ,,Certification status" ætti að sjást staðan ,,This certificate is OK". Ef skilríki vantar eða er uppsett í rangri möppu birtast upplýsingar um það í þessum glugga.

  11. Add or Remove Snap-ins gluggi hverfur

  12. Nú ætti Certificates að sjást efst í vinstri horni Console glugganns

Rótin, Islandsrot 2021 á að vera undir:
Trusted Root Certification Authorities/Certificates

Milliskilríkið, Fullgilt audkenni 2021 á að vera undir:
Intermediate Certification Authorities/Certificates

Ef virkni er ekki eins og lýst er hér á undan er hægt að fara eftir þessum leiðbeiningum:
Til að bæta rótar- eða milliskilríki inn þarf að vera búið að vista skilríkin í möppu á vélinni þar sem er hægt að sækja það. Þá er hægt að hægrismella á viðkomandi möppu, t.d. Trusted Root Certification Authorities>certificates möppuna, velja þar All tasks>import og finna svo skilríkið sem var búið að vista. 

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345