Umboð fyrir lögbæran fulltrúa

Þegar sótt er um rafræn skilríki fyrir starfsfólk þarf að tilgreina lögbæran fulltrúa í umsókninni.

Samkvæmt reglum Auðkennis um umsjón og útgáfu rafrænna skilríkja þarf lögbær fulltrúi að undirrita umsóknir um rafræn skilríki sem sótt er um fyrir viðkomandi lögaðila.

Lögbær fulltrúi er sá einstaklingur sem hefur umboð til að skuldbinda viðkomandi lögaðila. Lögbær fulltrúi þarf því að hafa prókúru eða umboð frá skráðum prókúruhafa.

Ef umboð er ekki skráð í Fyrirtækjaskrá þá þarf að fylla út rafrænt umboð.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345