Ef þú ert að skrá þig inn í vafra og Auðkennisappið opnast ekki geta verið nokkrar ástæður fyrir því.

  1. Þú ert ekki með Auðkennisappið í þessu tæki. Smelltu hér til að sækja appið.

  2. Eftir innskráningu opnast nýjasti glugginn í vafranum þínum. Þú gætir þurft að opna yfirlitssíðu til að finna þjónustusíðuna ef þú hefur ekki notað nýjasta gluggann til innskráningar.

  3. Þú þarft að vera í sjálfgefnum vafra (e. Default browser).

  4. Vafri símans þarf að styðja tengla innan sama tækis (e. Same-device links).

  5. Auðkennisappið opnast ekki ef þú ert í dulbúnum ham (e. Incognito).

Vantar þig Auðkenn­isappið?

Auðkennisappið virkar bæði í snjalltækjum frá Apple og Android.

Smelltu hér til að sækja appið

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345