Starfsskilríki og einkaskilríki sameinuð
13.1.2025
Þann 3. mars 2025 verða gerðar breytingar á þjónustu Auðkennis á þá leið að einkaskilríki og starfsskilríki verða sameinuð undir heitinu rafræn skilríki á Auðkenniskorti.
Einstaklingar sem hafa notað starfsskilríki ættu í flestum tilfellum að geta notað rafræn skilríki á Auðkenniskorti til að framkvæma allar rafrænar aðgerðir fyrir hönd lögaðila svo lengi sem viðkomandi er með prókúru eða umboð á vef viðeigandi þjónustuveitanda. Í einstaka tilfellum geta þó búnaðarskilríki þurft að koma í stað starfsskilríkja þar sem rafræn skilríki á Auðkenniskorti innihalda ekki kennitölu lögaðila.
Við bendum einstaklingum, sem hafa notað einkaskilríki til rafrænna persónulegra nota, á að tvær gjaldfrjálsar lausnir eru í boði en það eru rafræn skilríki á SIM-korti og í Auðkennisappi. Báðar lausnirnar eru notendavænar og einstaklingar geta fengið útgefin rafræn skilríki á skráningarstöðvum sem staðsettar eru um allt land. Auk þess er einföld sjálfskráning í boði í Auðkennisappinu fyrir þá sem hafa náð 18 ára aldri, eiga íslenskt vegabréf í gildi og snjalltæki með NFC stuðningi.
Athugið! Áður útgefin starfsskilríki og einkaskilríki sem eru í gildi verða nothæf út gildistímann.