Netör­yggi

Lestu vel beiðnir um rafræna auðkenningu.

Þegar þú ert að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum þá þarftu alltaf að passa að bera saman upplýsingar (texta eða talnaröð) sem þjónustuveitandi setur við upplýsingarnar sem koma í auðkenningarferlinu. Staðfestu samanburðinn áður en þú slærð inn PIN-númerið þitt.

Ekki samþykkja innskráningu sem þú kannast ekki við.

Þú ættir alltaf að eiga upphafið að innskráningunni með rafrænum skilríkjum. Ef innskráningarbeiðni sem þú kannast ekki við kemur í símann þinn þá skaltu ekki samþykkja beiðnina.

Hættu frekar við ef þú ert ekki viss.

Það er mjög mikilvægt að vera alveg viss áður en þú slærð inn PIN-númerið þitt. Ef þú ert í einhverjum vafa þá skaltu hætta við. Það er alltaf hægt að byrja aftur.

Ertu með Auðkennisappið?

Auðkennisappið er ný kynslóð rafrænna skilríkja sem tekur við af hefðbundnum rafrænum skilríkjum á SIM-korti. Möguleiki er að fá rafræn skilríki með sjálfsafgreiðslu í Auðkennisappið og sleppa þannig við að mæta á skráningarstöð.

Kynntu þér allt um Auðkennisappið!

Sækja fyrir IOS í App Store

Sækja fyrir Android í Google Play

Kynntu þér fleiri öryggisatriði!

Það er mikilvægt að vera á varðbergi og þekkja helstu leiðir sem svikarar nota.

Lærðu að þekkja svikasímtöl.

Símtalið lítur út fyrir að vera úr íslensku símanúmeri en yfirleitt er töluð enska. Algengustu tilefni svikasímtala:

  • Þér er sagt að þú eigir inneign og þér boðin aðstoð við að fá hana greidda.

  • Sá sem hringir býður þér þóknun ef þú aðstoðar hann við kaup á rafmynt.

Svikarinn reynir að fá þig til að setja upp lítið forrit í tækinu þínu sem gerir honum kleift að stjórna því. Ef honum tekst það er voðinn vís. Svona áttu að bregðast við svikasímtali:

  • Endaðu símtalið strax.

  • Ef þú fylgdir engum fyrirmælum þarftu ekki að hafa áhyggjur.

  • Ef þú fylgdir einhverjum fyrirmælum skaltu strax hafa samband við bankann þinn.

Ekki smella á hlekki sem þú færð senda með tölvupósti eða SMS.

Sérstaklega ekki ef þú áttir ekki von á sendingunni. Það er alltaf öruggara að slá sjálfur netslóðina í vafra frekar en að smella á hlekki.

Ekki smella á hlekki af öðrum síðum til að skrá þig í netbankann þinn.

Opnaðu nýjan glugga í vafranum til að skrá þig inn á netbanka eða notaðu bankaappið. Skoðaðu vel slóðina sem er í vafranum, er hún örugglega rétt?

Varastu gylliboð.

Fjárfestingartækifæri sem lofa skjótum og öruggum gróða ætti að varast. Gefðu þér góðan tíma til að skoða vel og staðfestu upprunann áður en þú samþykkir.

Ekki nota sama PIN-númerið alls staðar.

Mikilvægt er að nota mismunandi PIN-númer, því annars gætir þú boðið hættunni heim.

Aðeins þú mátt vita PIN-númerin þín. Ef þú hefur minnsta grun um að einhver hafi upplýsingar um PIN-númerin þín þá skaltu breyta þeim strax.

Aldrei senda kortaupplýsingarnar þínar eða mynd af greiðslukortinu.

Jafnvel þó þú þekkir viðkomandi móttakanda því upplýsingarnar gætu lent í höndum óviðkomandi aðila.

Varastu leiki á samfélagsmiðlum.

Ef þú færð skilaboð um að þú hafir unnið í leik og óskað er eftir kortanúmerinu þínu til þess að leggja inn „vinninginn“ þá skaltu hunsa skilaboðin því aðeins svikarar stunda svona aðferðir.

Viltu vita enn meira um netöryggi?

Á eftirtöldum vefsíðum er að finna mikinn fróðleik:

Lentir þú í rafráni?

Ef þig grunar að þú hafir orðið fyrir svikum þá þarftu að bregðast við með eftirfarandi aðgerðum:

  • Hafa tafarlaust samband við þjónustuveitanda t.d. bankann þinn.

  • Tilkynna atvikið til lögreglu.

  • Tilkynna atvikið til Cert-IS.

Mikilvægar upplýsingar:

  1. Auðkenni óskar ALDREI eftir auðkenningu eða undirritun nema að þinni beiðni.

  2. Ef þú hefur fengið slík skilaboð án þess að eiga frumkvæðið þá skaltu hunsa þau.

  3. Auðkenni notar aðeins netslóðina .is (ekki .com, .net eða nokkuð annað).

  4. Mundu að þú átt alltaf að eiga upphafið að innskráningu og ALDREI slá inn PIN-númerið þitt ef þú ert ekki viss.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345