Auðkenni ehf. - Lífkenni

Skilríki virkjuð með andlitsgreiningu

Í Auðkennisappinu getur þú virkjað skilríkin þín í sjálfafgreiðslu með lífkenni en þá er notast við andlitsgreiningu og íslenskt vegabréf. Þú þarft að hafa náð 18 ára aldri, hafa aðgang að snjalltæki sem styður NFC skönnun og íslenskt vegabréf.Þegar þú hefur virkjað skilríkin þín með lífkennum þá getur þú framkvæmt fullgildar rafrænar undirritanir í snjalltækinu þínu, óháð símafélögum bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum.

Auðkennisappið er auðveld, þægileg og örugg leið til að auðkenna sig á vefnum og framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir.

Ef þú þarft aðstoð við ferlið þá endilega hafðu samband við þjónustuverið okkar eða sendu okkur póst á app@audkenni.is.
Þú getur einnig spjallað við okkur í gegnum netspjallið okkar.