Auðkenni ehf. - Spurt & svarað

PIN númer

Ef þú eða einhver annar slær PIN-kóða inn rangt þrisvar í röð mun kerfið okkar sjálfvirkt læsa því. Það er hluti af öryggisferlum okkar til að tryggja að óviðkomandi geti ekki nálgast persónuupplýsingar, bankareikninga o.fl. með því að giska á PIN.

Það getur valdið óþægindum ef PIN er slegið inn rangt fyrir mistök en er nauðsynlegt til að tryggja öryggi ef t.a.m. snjalltæki hefur verið stolið. 

Ef þú getur ekki notað Auðkennis appið án réttra PIN-kóða getur þjófurinn það ekki heldur. 

Appið mun læsast eftir þrjár misheppnaðar tilraunir í þrjár klukkustundir. Appið mun sýna niðurtalningu á hversu langt er þar til hægt er að reyna aftur. 

Ef þrjár misheppnaðar tilraunir eru gerðar til viðbótar (6 þá í allt) mun appið læsast í 24 klukkustundir. 

Ef þrjár misheppnaðar tilraunir eru gerðar til viðbótar (9 þá í allt) mun PIN lokast varanlega. Þegar það gerist þarf að skrá sig fyrir nýjum aðgangi.

Ef liggur á er hægt að fara á skráningarstöð er hægt að eyða þeim gamla aðganginum og framleiða nýjan án þess að bíða eftir niðurtalningunni.

Það er ekki hægt að breyta PIN númerum í Auðkennis appinu. Ef hætta er á að einhver hafi komist yfir PIN-kóða þarf að eyða þeim aðgangi og stofna nýjan.

Til að gæta öryggis eru PIN númer hvergi geymd svo þá þarf að stofna nýjan aðgang í Auðkennisappinu.

PIN1 (auðkenning) og PIN2 (undirritun) eru sjálfstæð og því er hægt að læsa hvoru um sig án þess að það hafi áhrif á hitt. 

Ef PIN er varanlega læst þarf að eyða þeim aðgangi og stofna nýjan. 

PIN er númeraröð sem er valin af skilríkjahafa og hann einn veit. Appið notar tvenn aðskilin PIN, PIN1 fyrir auðkenningu og PIN2 fyrir undirritun. Þar sem aðeins skilríkjahafi þekkir PIN er það notað til að votta hann í hvert skipti sem appið er notað.

Nokkrar góðar ábendingar:

  1. Gætið þess að velja PIN sem er gott að muna án þess að skrifa þurfi það sérstaklega niður. 
  2. Ekki deila PIN með öðrum, ekki einu sinni fjölskyldumeðlimum.
  3. PIN eru ekki geymd i kerfinu og því er ekki hægt að breyta þeim eða endursetja.

PIN númerin eru lykillinn að appinu og enginn ætti að vita þau annar en notandi appsins. Allar aðgerðir með Auðkennisappinu eru lagalega bindandi og því er mjög mikilvægt að enginn annar viti PIN númerin en þú. Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga:

Veldu PIN númer sem auðvelt er fyrir þig að muna en samt ekki hægt að tengja augljóslega við þig

Aldrei að skrá niður PIN númerið

Aldrei að segja öðrum hvað PIN númerið er

PIN númerin sem þú velur eru hvergi skráð í nein miðlæg kerfi og því ekki hægt að breyta þeim eða gera ný ef þú gleymir þeim

Í hvert skipti sem appið er notað er innslegið PIN notað til að afkóða hluta þann hluta dulkóðunarlykils sem geymdur er í appinu. Niðurstaða er send á vefþjón sem bætir við öðrum hluta dulkóðunarlykils. Ef PIN er rétt slegið inn er niðurstaðan gild undirritun. Auðkennis appið er byggt upp með þeim hætti að ef einhver nær yfirráðum yfir símtækinu er ekki hægt að reyna allar mögulega PIN samsetningar. Ef það er reynt, læsir Auðkennis appið skilríkinu og stöðvar þannig tilraunina. 

Við sjaldgjæf tilefni getur verið að appið poppi upp á skjánum þínum og biðji þig að slá inn PIN númerið þitt án þess að þú hafir átt frumkvæði að hefja auðkenningar ferli. Ef þetta gerist skaltu ekki slá inn PIN-númerið þitt!

Í flestum tilfellum eru þetta mannleg mistök þar sem einhver með svipaða kennitölu og þú hefur óvart slegið inn vitlausa tölu. Ef þetta gerist skaltu ekki slá inn PIN-númerið þitt þar sem einstaklingurinn sem gerði mistökin mun þá komast inn á þitt svæði.

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skalt aldrei biðja annan aðila um að hefja auðkenningar ferli fyrir þig því þú getur ekki vitað ef þú ert að leyfa ókunnugum aðila að komast inn á þín persónulegu svæði. Aðeins manneskjan með aðganginn sjálfan skal hefja auðkenningar ferlið og bera saman þær öryggistölur sem birtast á síðu þjónustuveitanda og í appinu sjálfu. 

Ef að appið poppar upp af sjálfu sér, þarf ekki að hafa áhyggjur. Það er bara mikilvægt að slá ekki inn PIN-númerið heldur ýta á "Hætta við". Þá hættir auðkenningar ferlið og einstaklingurinn hinu meginn fær upplýsingar um það.