Velja PIN-númer
Það er mikilvægt að velja gott PIN-númer og leggja það á minnið.
Hér eru nokkur ráð sem er gott að hafa í huga við valið á PIN-númeri:
Forðastu að velja hluta úr kennitölunni þinni eða fólks nátengdu þér.
Ekki má nota talnaraðir eins 1234, 1111, 9876, 4545 og 0000.
Aldrei skrifa PIN-númerið á blað og geyma á óvörðum stað.
Ekki nota sama PIN-númer og þú notar til að aflæsa símann þinn.
Aldrei deila PIN-númerinu þínu með öðrum, ekki einu sinni fjölskyldumeðlimum.
Þú átt aldrei að þurfa að gefa bankanum þínum eða nokkrum öðrum þjónustuaðila upp hvert PIN-númerið þitt er.
Gott er að vera búin/n að ákveða PIN-númer áður en þú mætir á skráningarstöð.
Mundu!
Þú átt alltaf að eiga upphafið að öllum aðgerðum sem krefjast þess að þú sláir inn PIN-númer. Ef þú færð innskráningarbeiðni sem þú kannast ekki við þá skaltu hunsa hana. Hér getur þú lesið meira um rafrænt öryggi.
Þarftu að breyta PIN-númeri?
Á SIM-korti getur þú breytt PIN-númerinu ef þú manst núverandi PIN-númer. Ef þú manst það ekki þá þarftu að mæta á skráningarstöð til að fá ný rafræn skilríki á SIM-kort.
Í Auðkennisappi er ekki hægt að breyta PIN-númerinu. Þú þarft að eyða aðgangi sem er einföld aðgerð í appinu. Að því loknu er hægt að útbúa ný rafræn skilríki í appinu annað hvort í sjálfsafgreiðslu eða á skráningarstöð.
Á Auðkenniskorti er ekki hægt að breyta PIN-númerum. Þú þarft að láta útbúa nýtt kort hjá þjónustubankanum þínum eða hjá okkur í Auðkenni, Katrínartúni 4 á 1. hæð.