Auðkennisapp
Þegar þú ert með rafræn skilríki í Auðkennisappinu þá þarft þú ekki lengur að treysta á símasamband til að auðkenna þig og undirrita á vefnum. Nettenging er það eina sem þú þarft!
Náðu í Auðkennisappið í App Store eða Google Play og sæktu þér rafræn skilríki í sjálfsafgreiðslu eða á næstu skráningarstöð.
Sjálfsafgreiðslan er bæði auðveld og einföld en til þess þarftu að:
Eiga íslenskt vegabréf í gildi.
Hafa afnot af síma eða snjalltæki með NFC stuðningi.
Hafa náð 18 ára aldri.
Svona virkar tæknin í sjálfsafgreiðslunni
Þegar þú virkjar rafræn skilríki í Auðkennisappinu með sjálfsafgreiðslu þá er notast við andlitsgreiningu. Myndavélin í símanum þínum skannar andlitið þitt og þar með lífkenni þín sem eru svo borin saman við vegabréfið þitt.
Þú getur líka fengið útgefin rafræn skilríki í Auðkennisappið á næstu skráningarstöð
Skoðaðu staðsetningu allra skráningarstöðva.
Svona notar þú Auðkennisappið:
Sláðu inn kennitöluna þína í innskráningargluggann hjá þjónustuveitanda.
Öryggistalan þín birtist á vef þjónustuveitanda.
Berðu töluna saman við töluna sem birtist í appinu.
Sláðu inn PIN-1 í Auðkennisappið.
Aðgangurinn þinn opnast á vef þjónustuveitanda.
Mundu svo að skrá þig út af vef þjónustuveitanda þegar þú hefur lokið erindinu.