Auðkenni ehf. - Villuskilaboð

Netsamband

Það eru nokkrar mögulegar ástæður.

Uppfæra þarf Auðkennisappið:
Farðu á App Store eða Google Play, leitaðu að Auðkennisapp, uppfærðu appið ef það er í boði og prófaðu svo aftur.

Antivirus hugbúnaður:
Ef þú ert að nota Android tæki gætirðu fengið villuboð vegna þess að þú ert með vírusvarnarforrit eins og Android AVG eða foreldraeftirlitsforritið Qustodio í tækinu sem kemur í veg fyrir örugga tengingu Auðkennisappsins. Prófaðu að gera hugbúnaðinn óvirkan og skráðu þig aftur til að sjá hvort það leysir vandamálið.

Engin farsímagögn:
Þú gætir líka fengið villuskilaboðin „tenging er ekki örugg“ ef þú ert að nota farsímanet og hefur klárað gagnamagnið. Athugaðu hvort þú getir ennþá notað internetið og ef ekki, annað hvort tengdu við Wi-Fi net eða hafðu samband við þitt farsímafélag til að fá meira gagnamagn.

Röng dagsetning og tími:
Er síminn þinn með ranga dagsetningu og/eða tíma? (T.d. ef þú hefur ferðast eða skipt um tímabelti eða breytt þeim handvirkt). Ef svo er skaltu breyta dagsetningu og tímastillingum símans í „sjálfvirkt“ og reyna aftur!