Skilaboðin "Tæknileg villa" getur komið
upp ef:
Símanúmerið sem
þú slóst inn er annaðhvort of langt eða of stutt. Prófaðu að fara til baka í
ferlinu og athuga hvort að þú hafi slegið inn rétt símanúmer.
Símanúmerið sem
þú slóst inn er ekki með virkum rafrænum skilríkjum á SIM. Hægt er að fara inn
á mitt.audkenni.is og sjá þar undir „Mín skilríki“ hvort að rafræn skilríki á
SIM séu virk á þessu símanúmeri.
Slegið var inn
rangt PIN eða PIN númer SIM skilríkjanna er lokað. Ef þig grunar að þú hafi
slegið inn rangt PIN númer geturu prófað að fara til baka í ferlinu og reyna
aftur. Ef rangt PIN hefur verið slegið inn oftar en fjórum sinnum þá læsist PIN
númerið og skilríkin eru ónýt. Hægt er að fara á næstu skráningarstöð og fá þau
sett upp aftur.
Ef rafrænu
skilríkin á SIM voru framleidd með öðrum rafrænum skilríkjum á SIM, eða endurnýjuð er ekki hægt
að ljúka ferlinu. Hægt er að fara á næstu skráningarstöð, fá ný rafræn skilríki
á SIM og ljúka ferlinu sjálfur eða fá skilríki í appinu sett upp á
skráningarstöð.
Rafrænu skilríkin
á SIM eru of ný. Ekki er hægt að ljúka undirritunarferlinu ef að skilríkin eru
ný. Hægt er að prófa aftur næsta dag og ættu þau þá að virka.