Auðkennisappið er auðveld, þægileg og örugg leið til að auðkenna sig á vefnum og framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir.
Appið, sem er gjaldfrjálst, er hægt að nota hvar sem er í heiminum óháð símafélögum bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum.
Þú sækir Auðkennisappið í App Store eða Google Play og stofnar aðgang. Hægt er að stofna aðgang er þú ert nú þegar með rafræn skilríki á farsímanum (SIM) eða að fara á skráningarstöð þar sem þú þarft að votta þig með ökuskírteini, vegabréfi eða íslensku nafnskírteini.
Eftir að aðgangur hefur verið stofnaður getur þú notað Auðkennisappið hjá þeim þjónustuveitendum sem styðja það.
Já, appið þarf að tengjast netinu með 3G, 4G eða WiFi til að virka.
Líklegast hefur þú ekki skráðan aðgang. Þú getur sótt Auðkennisappið í App Store eða Google Play og skráð þig með rafrænum skilríkjum eða farið á skráningastöð.
Skráningastöðvar eru í öllum bankaútibúum.
Ef þú telur að þú hafir þegar náð í appið og klárað skráningu hefur eitthvað farið úrskeiðis og þú þarft að skrá nýjan aðgang.
Nei, ekki endilega. Ef appið hefur réttindi til að birta tilkynningar á skjánum þá kemur upp tilkynning og appið opnast svo sjálfkrafa. Ef verið er að nota appið í innskráningu og ekkert kemur upp á skjáinn gæti borgað sig að opna appið handvirkt.
Já, ef þú ert í sambandi við Internetið, 3G, 4G eða WiFi þá getur þú notað Auðkennisappið hvar sem er í heiminum.
Byrjaðu á að fullvissa þig um að síminn sé örugglega í netsambandi. Ef sending í símann hefur ekki tekist skaltu opna appið og kanna hvort einhverjar beiðnir séu í gangi.
Ef beiðnin kemst í gegn biður appið þig um að slá inn PIN, ef það er læst lætur appið þig vita af því.
Ef þú opnar appið og ýtir hvar sem er á skjáinn birtast skilaboð sem segja "Færsla finnst ekki". Þetta er af því að þegar þú opnar appið athugar það hvort að þú sért í miðri auðkenningar- eða undirskriftarferli. Það er að athuga hvort að það sé þjónusta sem er að bíða eftir auðkenningu.
Ef það er auðkenning sem bíður - eins og ef þú ert að skrá þig inná island.is - mun appið birta staðfestingar kóða og biðja þig um PIN1.
Ef þú opnar appið á meðan engin auðkenning bíður þín muntu sjá skilaboðin "Færsla finnst ekki". Þetta er hvorki viðvörun né merki um að eitthvað sé að. Appið er einungis að láta þig vita að engin þjónusta bíður auðkenningar.
Það er gert með því að opna appið, fara í valmynd, velja "Eyða
aðgangi" og búa svo til ný.
Afgreiðslustaðir fyrir rafræn skilríki eru hjá öllum bönkum og símfélögum landsins auk skrifstofu Auðkennis í Borgartúni 31. Þar er hægt að fá aðstoð við virkjun á skilríkjum í appi og hvernig hægt er að eyða þeim.
Ef þú endurstillir (factory reset) Android eða iOS tækið þitt, þá verður upplýsingum tengdum aðganginum þín eytt. Til að geta notað Auðkennis appið aftur þarftu að búa til annan aðgang.
Nei, það þarf ekki að eiga einn aðgang fyrir hvern banka. Hægt að eiga nota einn og sama aðganginn til að skrá sig inn á sinn netbanka hjá hvaða banka sem er.
Nei. Líkt og með vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini,þá eru rafræn skilríki í Auðkennisappi einungis gefin út á eina manneskju sem þeim er ætlað.
Appið og notkun þess að gjaldfrjáls. Það kostar ekki neitt
Auðkennisappið er hægt að hafa á fleiri tækjum en símanum, eins og til dæmis spjaldtölvu. Auðkennisappið er heldur ekki tengt símanúmeri og geta því einstaklingar með erlend símanúmer nýtt sér appið til auðkenningar og undirskriftar, tækið þarf bara að vera nettengt.
Já. Sami aðgangurinn virkar bæði fyrir persónulega og fyrirtækjareiknina í banka svo lengi sem búið er að skrá það hjá bankanum að þú hafir aðgang að fyrirtækja reikningum.